Mínar síður

Skráðu þig inn

Geldstöðukögglar

Price range: 136 kr. through 149.000 kr. með vsk

Geldstöðukögglar Fóðurblöndunnar eru nýtt hágæða kjarnfóður, sérhannað fyrir geldkýr. 

Próteinríkt kjarnfóður með Hy-D®, E-vítamíni, bíótíni og magnesíum. Styður við vömbina, byggir upp próteinforða og eykur heilsu og afurðir eftir burð.

Með réttri kjarnfóðurgjöf á geldstöðunni, undirbýr fóðrið vömbina. Vambartotur þroskast og örvast og venjast þeim hráefnum sem eru í kúafóðri og kemur til með að vera stór hluti af þeirra fóðrun eftir burð. Fóðrið er próteinríkt með hágæða amínósýrusamsetningu. Það gerir kúnna betur búna til að skila meiri afurðum eftir burðinn með því að byggja upp nægan próteinforða og minnkar líkur á niðurbroti vöðva til að standa undir mjólkurframleiðslunni.

Helsti ávinningur þess að gefa Geldstöðuköggla á geldstöðunni:

  • Aukið heilbrigði gripa
  • Fækkar sjúkdómstilfellum, doða, súrdoða og júgurbólgu
  • Heilbrigðari kálfar
  • Meiri afurðir
  • Aukin hagkvæmni í rekstri

Sérlega öflug næring fyrir geldkýr sem skilar sér í bættri heilsu og auknum afurðum

Vörunúmer VP-GELDSTÖÐUKÖGGLAR Flokkar ,
Verslaðu fyrir 30 þúsund og fáðu fría heimsendingu...
Þú getur sótt til okkar á vörulager í Reykjavík eða verslanir okkar á Selfossi og Hvolsvelli.
10 Days return and Exchange

Lýsing

Nánari lýsing á innihaldi: 

Hy-D® – lífvirkt D-vítamín
Hy-D nýtist hraðar og betur en hefðbundið D-vítamín. Áhrifin eru mest þegar það er gefið á geldstöðu.

Rannsóknir sýna fram á:

  • Betri brodd

  • 25% meiri broddmjólk

  • 20% meira IgG mótefni

  • 42% meira mjólkurprótein (kg)

  • Öflugri ónæmisvirkni hjá nýbærum

  • Færri tilfelli af legbólgu og föstum hildum

  • Minni sýklalyfjanotkun

  • Bætt efnaskipti Ca/P – kýr ná jafnvægi fyrr

  • Minni líkur á doða

  • Hærri nyt

  • Lægri frumutala og færri tilfelli af júgurbólgu

E-vítamín
Öflugt andoxunarefni sem tengist lægri frumutölu og betri frjósemi – kýrnar festa fyrr fang.

Bíótín
Styður við byggingu klaufveggjarins og styrkir klaufir. Minni líkur á helti eftir burð.

Magnesíum
Nauðsynlegt fyrir vöðvastarfsemi, taugaboð, orkujafnvægi og upptöku kalsíums:

  • Hjálpar til við að koma í veg fyrir tetany og kalkskort

  • Stuðlar að heilbrigðum efnaskiptum og betri frammistöðu

Efnainnihald:

FEm  94/100 kg
Prótín 19.0 %
Aska 8.0 %
Fita 2.0 %
Tréni 6.0 %
Fosfór 0.4 %
Kalsíum 0.7 %
Magníum 1.0 %
Natríum 0.4 %

Fóðursamsetning:

Maís 15 %
Sojamjöl** 15 %
Bygg 15.5 %
Sykurrófumjöl 11 %
repjumjöl 15 %
Hveiti 15 %
Melassi 6 %
FB dry cow 5 %
Fiskimjöl 2.5 %
100.00
**(framleitt úr erfðabreyttum sojabaunum)
AAT
g/kg þe.
*FB dry cow gefur eftirfarandi aukefni:
Kobalt-Co 2 mg/kg PBV
Kopar-Cu  60 mg/kg g/kg þe.
Mangan-Mn 30 mg/kg
Selen-Se 0,6 mg/kg
Joð-I 2 mg/kg
Sink-Zn 25 mg/kg
A vítamín  40 a.e./g
25-hydroxycholecalciferol 0,56 mg/kg
Alfa-tókóferól(E-vítamín) 1000 mg/kg
Biótín 11.400 mcg/kg

 

Geldstöðukögglarnir eru gefnir á Geldstöðu, 2 kg/dag.

Gefið ekki mjólkandi kúm

Tengdar vörur

Women's Fashion

Embrace Elegance and Grace!

Fashion Sale with Discounts!

Save up to 40% OFF on clothing

24/7 Online support

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus,

Money back guarantee

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus,

Verslaðu fyrir 30 þúsund og fáðu fría heimsendingu

Þeir sem versla fyrir 30 þúsund eða meira í vefverslun fá fría heimsendingu í póstnúmer 101-371 og 800-881

Customers Also Viewed

Sample Chart Title

Sample chart description