Hvað gerir SilAll 4×4?
– SilAll 4×4 smitar hvert gramm af votheyi með einni milljón
mjólkursýrugerla, sem keppa við umhverfisgerlana og tryggja
einsleita gerjun og betri verkun.
– Hvatarnir brjóta niður fjölsykrunga og auka þannig meltanleika og
skapa aukið framboð sykurs fyrir mjólkursýrugerlana.
Hver er ávinningurinn við að nota SilAll 4×4?
– Vothey meðhöndlað með SilAll 4×4 skilar 4-5% meira þurrefni inná
fóðurgang og um 10% hærra AAT gildi vegna þess að verkunin
gengur hraðar og óæskileg efnaskipti umhverfisgerla stöðvast fyrr.
– SilAll 4×4 gefur lystugra fóður með hærra næringargildi og aukið
geymsluþol.
– Aukið át og betra næringargildi þýðir meiri afurðir, sem gerir SilAll
4×4 mjög mikilvægan og arðbæran þátt í heyverkun
metnaðarfullra bænda.
Sil all 4×4 íblöndunarefni í hey 250 grömm
21.068 kr. með vsk
SilAll 4×4+ er mikilvægur þáttur í úrvalsheyverkun !
Hvað er SilAll 4×4+?
SilAll 4×4+ er duft sem inniheldur frostþurrkaða mjólkursýrugerla og hvata
(ensím) sem brjóta niður tréni. SilAll 4×4 bætir verkun á votverkuðu fóðri
(20-60% þurrefni) hvort sem um er að ræða rúllur eða stæður. Duftið sem
selt er í litlum pokum, er auðleysanlegt í volgu vatni og skömmtun er 2 lítrar
í hvert tonn af fóðri.
250 gramma poki dugar í 50 tonn af heyi
Á lager